Byggingastjórn

Áralöng reynsla í byggingarstjórnun

Við stjórn byggingarframkvæmda hvers mannvirkis skal ávallt hafa byggingarstjóra.

Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmd nema ráðinn hafi verið byggingarstjóri sem uppfyllir kröfur Mannvirkjastofnunar.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér á vef

Hlutverk byggingastjóra

Hlutverk byggingarstjóra er að sjá um allt innra eftirlit með verkinu ásamt innkaupum, öryggismálum og samskiptum við fagaðila sem byggingarstjóri sinnir sem óháður aðili fyrir hans hönd.

Byggingarstjóri hefur umsjón með daglegum rekstri almennra verktaka, sérverktaka, sem og annarra starfsmanna verkefnisins. Meginmarkmið þeirra meðan á framkvæmdum stendur er að verkið standist fjárhags og tímaáætlun. Öll öryggismál sem og innra / ytra verkeftirlit fellur í skaut byggingarstjóra ásamt gæðastjórnun.

Þar á meðal má telja:

  • Öryggismál, samkvæmt reglum 547/1996 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarstöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.
  • Eftirlit með innkaupum á byggingarvörum allra verktaka og iðnmeistara sem að verkinu koma.
  • Meta vottanir og umsagnir um byggingarvörur og byggingareiningar.
  • Fylgja eftir áætlun um gæðastýringu verktaka og iðnmeistara.
  • Að unnið sé samkvæmt verklýsingum og teikningum.
  • Að farið sé að lögum og reglum.
  • Annast samskipti við hönnuði og opinbera eftirlitsaðila.
  • Gera samning um gæðastjórnun við iðnmeistara.
  • Skjalfesta framvindu verksins og stýra skrám.

Eins og þessi lauslega upptalning gefur til kynna er hlutverk byggingarstjóra fjölþætt og vandasamt.

Byggingastjórinn

Byggingastjóri er framkvæmdarstjóri byggingarframkvæmda. Hann ræður til sín iðnmeistara í upphafi verks í sammráði við eiganda eða samþykkir ráðningu þeirra, sama gildir um uppsögn iðnmeistara.

Byggingastjórinn sér um útvegun byggingarleyfis, til þess þarf:

  • Liggja fyrir samþykktar teikningar
  • Öll gjöld greidd
  • Ábyrgðartrygginng byggingastjóra
  • Uppáskrift byggingastjóra
  • Uppáskrift þeirra iðnmeistara sem til þarf hverju sinni

Byggingarstjóri starfrækir sitt eigið gæðastjórnunarkerfi.

Byggingarstjórinn annast framkvæmd og skráningu áfangaúttekta og skilar niðurstöðum til stjórnvalda.

Byggingarstjórinn er ráðgjafi húsbyggjandans.

Byggingarstjóri annast innra eftirlit eiganda frá því að byggingarleyfi er gefið út og þar til lokaúttekt hefur farið fram.

Byggingarstjórinn hefur eftirlit með þeim sem koma að byggingu mannvirkis fylgi samþykktum hönnunargögnum, verklýsingum og ákvæðum laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru á grundvelli þeirra. Verði byggingarstjóri við eftirlit var við ágalla á verki iðnmeistara eða hönnuðar, skal hann gera viðkomandi viðvart og krefjast þess að úr sé bætt innan hæfilegs tíma. Athugasemdir byggingarstjóra skulu skráðar á viðeigandi hátt í gæðastjórnunarkerfi hans og annarra hlutaðeigandi. Sé athugasemdum byggingarstjóra ekki sinnt eða um ítrekaða vanrækslu að ræða skal hann tilkynna það byggingafulltrúa.

Viltu vita meira? hafðu samband!