Fyrirtækið

Zedrus Verkeftirlit

Zedrus Verkeftirlit ehf hefur áratuga reynslu í byggingar framkvæmdum hvort sem það er við stærri eða minni verkefni má þar nefna fjölbreytt íbúðarhúsnæði af ýmsum gerðum , sumarhús, einbýli jafnt sem fjölbýli, leikskóla, verslunarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og ýmsa opinberar byggingar.

Fyrirtækið hefur að ráða :

Löggiltan byggingarstjóra Örn Úlfar Úlfarsson sem er húsasmíðameistari með áratugareynslu að baki í byggingargeiranum.

Zedrus Verkeftirlit ehf skaffar alla þá iðnmeistara sem til þarf ef þess er þörf.

  • Húsasmíðameistari
  • Löggiltur rafvirkjameistari
  • Múrarameistara
  • Pípulagningameistara
  • Málarameistara
  • Stálvirkjameistara

Zedrus Verkeftirlit ehf hefur uppá á að bjóða alla þá þjónustu sem til þarf vegna minni og stærri byggingaframkvæmnda.

Byggingastjórn & verkeftirlit

Við leggjum metnað okkar í að veita fyrsta flokks þjónustu og vönduð vinnubrögð.

Efnisval og verkleg framkvæmd eru okkar mál og sjáum til þess að byggt sé eftir hönnun og unnið sé samkvæmt verklýsingum.

Við leggjum áherslu á mikilvægi gæðastjórnunar og þar með margföldum við líkurnar á auknum sparnaði og líftíma hvers mannvirkis fyrir sig.

  • Verksamningur er gerður við hvert verkefni fyrir sig.
  • Verksamningur er gerður við iðnmeistara.
  • Verksamningur er gerður við alla undirverktaka.

Viltu vita meira? hafðu samband!